Vöruflutningar og gámaþjónusta

 

Fyrirtækið Ragnar og Ásgeir ehf. er öflugt flutningafyrirtæki með starfsstöðvar og vörumóttöku í Grundarfirði, Snæfellsbæ, Stykkishólmi og Reykjavík. 

Fyrirtækið hefur langa og mikla reynslu af flutningi á ferskum fiski. Einnig er mikið flutt af afurðum frá fyrirtækjum á Snæfellsnesi og gámafiski til útflutnings.

 

Vörumóttökustöðvar í Reykjavík eru hjá Landflutningum-Samskip í Kjalarvogi og Eimskip innanlands í Klettagörðum 15.

 

Farsímar
Ásgeir Ragnarsson framkv.stjóri 892 1817 
Jón Björgvin Sigurðsson 860 0716
Sveinn Arnórsson 860 0720

Netföng
Ásgeir Ragnarsson asgeir@roga.is
Jóna Ragnarsdóttir jona@roga.is
Þórey Jónsdóttir thorey@roga.is
Sveinn Arnórsson svenni@roga.is
Ragnar Haraldsson ragnar@roga.is

Sjá nánar á vefsíðu Ragnars og Ásgeirs ehf. en þar segir m.a.: 

 

Fyrirtækið var stofnað af Ragnari Inga Haraldssyni og Rósu Björg Sveinsdóttur konu hans haustið 1970 er þau keyptu notaðan vöruflutningabíl af Bedford gerð. Reksturinn gekk upp og niður fyrstu árin, en með dugnaði þeirra og ósérhlífni gekk dæmið upp. Ragnar og Rósa eiga fjögur börn sem voru dugleg að hjálpa til við að losa og lesta með pabba sínum. Í dag vinna tvö af börnum þeirra við reksturinn, Jóna Björk Ragnarsdóttir sér um allt bókhald í fyrirtækinu ásamt konu Ásgeirs, Þóreyju Jónsdóttur sem einnig sér um bókanir á gámum og Ásgeir Ragnarsson sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Hann sér um allan daglegan rekstur þess ásamt að kaupa allt inn fyrir fyrirtækið sem til þarf.Núna á fyrirtækið 14 dráttarbíla með frysti/kælivögnum, 3 flutningabíla með frysti/kælikössum, allir með vottun frá skoðunarstofu, 10 gámagrindur, sendibíla á öllum svæðum á nesinu ásamt lyfturum og skotbómulyfturum. Einnig 3 gámalyftara og gámalyftu (sideloader).

© 2023 by Kant & Rider. Proudly created with Wix.com