Veiðarfæraþjónusta

 

G.Run. hf. er rótgróið sjávarútvegsfyrirtæki í Grundarfirði, sem einnig rekur vel búið netaverkstæði. Aðal starfsemi netaverkstæðisins er gerð botntrolla fyrir fiskiskip sem gerð eru út frá Grundarfirði. Einnig hefur aukist mjög þjónusta við rækjuveiðibáta sem gerðir eru út frá Breiðafjarðarsvæðinu. 

 

Starfsmenn

Páll Guðmundsson, netagerðarmaðurs. 430 3510, gsm 894 6790 - palli@grun.is

Ingi Þór Guðmundsson, netagerðarmaðurs. 430 3510, gsm 860 7365 - ingi@grun.is

 

Sjá nánar á vefsíðu fyrirtækisins, en þar segir m.a.: 

 

Á verkstæðinu er mjög góður búnaður til víravinnslu og einnig mjög góður búnaður til vinnslu og viðgerða á hopparalengjum. Önnur þjónusta sem verkstæðið býður er sala á vírum, keðjum, lásum og ýmsum öðrum hlutum sem snúa að veiðarfærum og veiðarfæragerð. Einnig er á verkstæðinu búnaður til að taka á móti og gera við risaflottroll sem togaraflotinn notar við úthafskarfaveiðar. 

© 2023 by Kant & Rider. Proudly created with Wix.com