Hafnarþjónusta

 

Í Grundarfirði er sérlega fjölbreytt þjónusta í boði fyrir sjófarendur og viðskiptavini hafnar. 

 

Gott samstarf er milli Grundarfjarðarhafnar og þjónustuaðila, sem hafa gert sér far um að koma fram sem ein heild út á við - viðskiptavinum til þæginda og hagræðis. Meðal annars hafa þeir sameinast um þátttöku og kynningu Grundarfjarðarhafnar og þjónustuaðila á Íslensku sjávarútvegssýningunni allt frá árinu 2002. 

 

Helstu þjónustu og þjónustuaðilum er lýst á næstu undirsíðum. Þar er einnig vísað á fulltrúa viðkomandi fyrirtækja og til nánari upplýsinga á vefsíðum fyrirtækja, þar sem þær eru fyrir hendi. 

 

Á vef Grundarfjarðarbæjar er einnig að finna þessa samantekt á þjónustufyrirtækjum í bænum.

© 2023 by Kant & Rider. Proudly created with Wix.com