
Ísverksmiðja
Ísverksmiðjan Snæís í Grundarfirði hóf starfsemi árið 2000.
Verksmiðjan er staðsett á besta stað, á Norðurgarði sem er aðallöndunarstaðurinn.
Þrjú ísmöstur eru staðsett við bryggjukantinn þar sem hægt er að fá ís blásið um borð í skip. Fastir viðskiptavinir hafa lykil að verksmiðjunni og afgreiða sig sjálfir.
Verksmiðjan er nánast sjálfvirk og annar hún um 60 tonna ísframleiðslu á sólarhring. Ísgeymslur eru tvær og rúmar hvor um sig um 100 tonn af ís.
Fyrirtækið G.G. lagnir sér um starfsemina og er hægt að fá frekari upplýsingar hjá Guðna í síma 894 2774.