Slysavarnir í höfnum

 

Um slysavarnir í höfnum gilda ákvæði VI. kafla reglugerðar um hafnamál nr. 326/2004. Þar er kveðið á um tilskilinn öryggisbúnað á hafnarsvæðum, fyrirkomulag búnaðarins og aðrar nauðsynlegar öryggisráðstafanir. 

 

Í öllum höfnum skal gera áætlanir um slysavarnir og skal hafnarstjórn skipuleggja innra eftirlit með þessum þáttum. Starfsmenn Siglingastofnunar skulu sannreyna virkni innra eftirlits hverrar hafnar einu sinni á ári eða oftar ef þörf þykir.

Öryggisáætlun Grundarfjarðarhafnar

 

Höfnin varð fyrst hafna til að samþykkja öryggisáætlun skv. reglum þar um árið 2001 og hefur síðan þá verið stuðst við og unnið eftir þeirri öryggisáætlun. 
Hér til vinstri getur að líta mynd af öryggisplani hafnarinnar sem hangir uppi á hafnarhúsinu. 

 

Hér er að finna gamla umfjöllun úr Morgunblaðinu - Öryggismálin í fyrirrúmi - þar sem m.a. var rætt um öryggishandbók hafnarinnar, sem Grundarfjarðarhöfn hafði þá haft forgöngu um að vinna skv. nýju reglunum. 

Siglingavernd 

 

Alþjóðasiglingamálastofnunin, IMO, samþykkti í desember 2002 kröfur um sérstakar ráðstafanir til að auka og efla siglingavernd í skipum sem eru í alþjóðlegum siglingum og hafnavernd í höfnum sem þjóna slíkum skipum. 

 

Til að fylgja eftir ráðstöfunum skv. ákvæðum alþjóðasamþykktarinnar vann höfnin árin 2003-4 verndaráætlun sína í fyrsta sinn og hefur hún verið endurnýjuð og staðfest með reglulegu millibili síðan. 

Öryggismál

 

Hafnaryfirvöld leggja ríka áherslu á að öryggismál hafnarinnar og hafnarsvæðis séu í samræmi við lög og reglur.

© 2023 by Kant & Rider. Proudly created with Wix.com