Járnsmíði og suðuvinna

 

Suða ehf. annast alhliða járnsmíði og suðuvinnu. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í suðuvinnu á allskyns málmum og málmblöndum og hefur tekið að að sér krefjandi verkefni fyrir orkuveitur og orkuver, svo sem hitaveitulagnir, gufulagnir (þrýstilagnir) og kaldavatnslagnir.

Eigandi og annar stofnenda fyrirtækisins er Finnur Hinriksson og hægt er að ná í hann í síma 897 9251 og 587 0099. 

Sjá nánar á vef fyrirtækisins, en þar segir m.a.: 

Suða ehf. var stofnað árið 1999, en það á sér langa sögu því nafnið var fengið frá frumkvöðlum í íslenskri stálsmíði. Stofnendur voru þrír járniðnaðarmenn á höfuðborgarsvæðinu. Fyrsta verkefni var lagning stofnhitaveituæðar frá borholu að Stykkishólmi, alls 6 km. Starfsmannafjöldi var allt að tíu manns þegar mest var. Árið 2007 breyttist eignarhald og Suða ehf fluttist til Grundarfjarðar og er í dag rekið sem fjölskyldufyritæki í eigin húsnæði. 

Suða ehf hefur starfað mikið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur og orkufyrirtæki, svo sem í Svartsengi og á Nesjavöllum. Fyrirtækið hefur lagt hitaveitulagnir víða um land, m.a. Húsavík, Akureyri, Stykkishólmi, Borgarnesi, Hveragerði, Þorlákshöfn, Suðurnesjum og svo víða á höfuðborgarsvæðinu. Ennfremur hefur Suða ehf unnið að allri almennri stálvirkjagerð, má þar nefna stálgrindarhús, svalir, stigar, skipasmíði og skipaviðgerðir. Eigendur Suðu ehf eru hjónin Finnur Hinriksson, ( finnur@suda.is ) sem er menntaður járniðnaðarmaður og Jónheiður Haralds, ( jona@suda.is ) sem er sjúkraliði og heilbrigðisritari að mennt. Hún starfar sem bókhaldsritari.

© 2023 by Kant & Rider. Proudly created with Wix.com