Fiskmarkaður

 

Fiskmarkaður Íslands hf. rekur eina af mörgum starfsstöðvum sínum í Grundarfirði. Starfsemin er rekin í nýlegu húsnæði á besta stað við hafnarbakkann á Norðurgarði þar sem góð aðstaða er fyrir hendi.

 

Umsjónarmaður markaðarins í Grundarfirði er Þórður Magnússon og hægt er að ná í hann í síma 898 5463. 

 

Nánari upplýsingar má fá á skrifstofu Fiskmarkaðarins í síma 430 3715

og á vef fyrirtækisins, en þar segir m.a.: 

 

Fiskmarkaður Íslands er stærsti fiskmarkaður á Íslandi og fer u.þ.b. helmingur af öllu seldu magni á íslenskum fiskmörkuðum gegnum Fiskmarkað Íslands. 

 

Félagið starfar á 9 stöðum: Akranesi, Arnarstapa, Grundarfirði, Ólafsvík, Reykjavík, Rifi, Skagaströnd, Stykkishólmi og Þorlákshöfn. Aðalskrifstofa fyrirtæksins er í Ólafsvík en þar er jafnframt stærsti móttökustaðurinn. Einnig rekur félagið öfluga flokkunar- og slægingarþjónustu á Rifi.

 

Meirihluti þess afla sem seldur er hjá Fiskmarkaði Íslands er af dagróðrabátum og er fiskurinn þá oftast seldur áður en honum er landað. Það tryggir kaupandanum góðan og ferskan fisk. Við löndun er þess gætt að fiskurinn sé vel ísaður og að honum sé raðað í einangruð fiskker, jafnframt er hitastig fisksins mælt og það skráð.

 

Uppboð fara fram á netinu í uppboðskerfi Reiknistofu fiskmarkaða kl 13:00 alla virka daga. Kaupendur geta því tengst uppboðskerfinu frá tölvum sínum hvar sem er í heiminum.

© 2023 by Kant & Rider. Proudly created with Wix.com